Októbermót Rima 15.10. 2011
Rimafélagar á Dalvík halda blakmót laugardaginn 15. október. Keppt verður í kvenna- og karlaflokkum og einnig byrjendaflokki ef næg þátttaka fæst. Mótsstjórar eru Marinó Þorsteinsson, sími 847-4173, netfang: marino@internet.is og Margrét L. Laxdal, sími 892-1329, netfang: maggalax@gmail.com.
Mótið mun hefjast kl. 08:00 og standa fram eftir degi. Athugið að ef þátttaka verður góð er hugsanlegt að einhverjir leikir hefjist á föstudagskvöldinu. Þátttökugjald er 9.000 kr á lið og greiðist inn á reikn. 1177-05-401415 (kt. 070865-4249). Skráning verður á blak.is og er lokafrestur skráningar miðvikudagurinn 12. október.
Blakfélagið Rimar á Dalvík.