Nýársmót Völsungs í blaki fór fram í Íþróttahöllinni á Húsavík um helgina. Alls mættu 27 lið til leiks, 8 lið í karlaflokki og 19 lið í kvennaflokki en þar var spilað í þremur deildum. Kvennaliðin frá Siglufirði (Súlur) gerðu það ágætt á mótinu og urðu í 2. sæti í 2. deild kvenna og fyrsta sæti í 3. deild kvenna en þar keppa byrjendur.

Liðin komu frá Siglufirði, Dalvík, Akureyri, Reykjadal, Mývatnssveit, Kópaskeri, Vopnafirði og fimm lið frá Völsungi.

Mótið hófst klukkan 9 um morguninn og voru leikar fjörugir og mörg skemmtileg tilþrif sáust hjá keppendum. Síðustu leikir voru spilaðir kl. 19:00.

Styrktaraðilar mótsins voru Ölgerðin, Olís, Samkaup-Úrval og Lyfja.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi:

Karlaflokkur

1. KA,  2. Völsungur, 3. Snörtur Kópaskeri

 1. deild kvenna

1. Eik, 2. Völsungur A, 3. Skautar A

 2. deild kvenna

1. Völsungur C, 2. Súlur A, 3. Skautar B

 3. deild kvenna (byrjendur)

1. Súlur, 2. Völsungur, 3. Krákurnar Akureyri