Blakklúbbur Siglufjarðar sækir um styrk til Bæjarráðs Siglufjarðar, til að takast á við mikinn kostnað við uppbyggingu vallarins, en völlurinn skapar aukna möguleika fyrir heimafólk og ferðafólk til útivistar og afþreyingar í bænum. Áætlaður kostnaður er um 1.2 m.kr.

Bæjarráðið samþykkti erindið og vísaði því til gerðar fjárhágsáætlunar fyrir árið 2012 en sú vinna hefst í október.