Blakfélag Fjallabyggðar býður alla velkomna á blakæfingar. Tekið er vel á móti gömlum sem nýjum iðkendum.  Nú er um að gera að finna skóna og skella sér á blakæfingu.
Æfingataflan fyrir tímabilið 2022/2023 má sjá í töflunni hérna fyrir neðan.
Þjálfarar í vetur verða Manuel Ruiz Correl og Lucas Marinov sem koma frá Spáni og hafa mikla reynslu.
Það er góð hreyfing að spila blak, og hentar öllum aldurshópum og auðvelt að byrja í blaki þótt maður hafi aldrei spilað áður.
Ef einhverjar spurningar eru þá er hægt að senda tölvupóst á netfangið bf.blak@gmail.com, einnig er blakfélagið á facebook, Blakfélag Fjallabyggðar.
Myndlýsing ekki til staðar.