Bjórhátíðin á Hólum er nú haldin í áttunda skiptið. Hátíðin er haldin laugardaginn 2. júní kl. 15:00-19:00.  Fimmtán brugghús eru búin að staðfesta þátttöku, þar af eru sjö þeirra að taka þátt í fyrsta skiptið.
Eins og áður verður kútarallið, happdrætti, kosið um besta básinn og auðvitað besti bjórinn valinn. Boðið verður upp á Bratwurzt-pylsur og ýmislegt annað á grillinu. 20 ára aldurstakmark er á hátíðina.