Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens halda tónleika í Hofi á Akureyri og verða þeir haldnir 13. september.
Þessir tveir vinsælu söngvarar, sem stundum hafa eldað saman grátt silfur, munu slíðra sverðin og ganga til leiks í sameiginlegri ást sinni á tónlistinni. Þeir munu syngja sín eigin lög og lög hvors annars og saman flytja marga eðalsteina úr söngbókinni.
Miðaverð er 7900 kr. og hefjast tónleikarnir kl. 20.