Klukkan 05:30 í morgun barst útkall til Björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði vegna óveðurs þar sem þakpappi fauk af nánast í heild sinni og lenti í stofuglugga á íbúðarhúsnæði í nærliggjandi húsi með þeim afleiðingum að þrjár rúður brotnuðu .
Víða fuku ruslatunnur og fleira í þessu óveðri í nótt. Björgunarsveitin Tindur tók meðfylgjandi myndir.
Þeir sem hafa áhuga á að ganga til liðs við sveitina ættu að heyra í forsvarsmönnum sveitarinnar, en það vantar alltaf gott fólk.



