Björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Húsavík var kölluð út á mánudaginn síðastliðinn vegna vélsleðamanns sem féll af sleða sínum og slasaðist ofan Höskuldsvatns á Reykjaheiði. Björgunarsveitarmenn hlúðu að vélsleðamanninum á slysstað og bjuggu síðan um hann í snjótroðara frá skíðasvæði Húsvíkinga sem kom á vettvang. Snjótroðarinn ók með þann slasaða til móts við sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahús.