Friðjón Árni Sigurvinsson fyrir hönd Björgunarsveitar Dalvíkur óskar eftir því að losna undan vinnu við fjallgirðingu frá Fagraskógi að Hálsi. Girðingin mun vera í slæmu ásigkomulagi og tímafrekt að halda henni við. Vinna við girðinguna er ein af skyldum Björgunarsveitarinnar samkvæmt styrktarsamningi við Dalvíkurbyggð.
Samningurinn við Björgunarsveitina rennur út um áramót og er því eðlilegt að taka hann til endurskoðunar.  Fulltrúi sveitarinnar hefur verið boðaður á fund umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 19. október til að fara yfir málið.