Reynsluboltinn Bjarki Már Árnason sem kom frá Tindastóli í vetur og spilaði nokkra leiki í Lengjubikarnum fyrir Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur ákveðið að leika með liði Tindastóls í sumar. Bjarki Már segir ástæðu félagskiptana vera vegna fjölskyldu sinnar sem býr á Sauðárkróki.  Lárus Orri þjálfari KF er óhress með þetta og var tilbúinn með samning fyrir Bjarka Má en aðeins átti eftir að undirrita hann.

Bjarki Már var lykilmaður í liði Tindastóls í fyrra og var valinn í lið ársins í 2. deild karla. Hann spilar stöðu varnarmanns og hefur leikið 167 leiki í Meistaraflokki og skorað 21 mark.

Tindastóll hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem má lesa hér.

Frétt Fótbolta.net með viðtali við Lárus Orra þjálfara KF má lesa hér.