Bítlavinafélagið þekkja flestir íslendingar en bandið tók sín fyrstu skref í ársbyrjun árið 1986 þar sem þeir félagar Jón Ólafsson, Rafn Jónsson, Haraldur Þorsteinsson, Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hjörleifsson komu saman. Í janúar árið 1990 hélt hljómsveitin sín síðustu böll í Hollywood og kemur nú aftur saman undir nafni Bítlavinafélagsins.

Tónleikarnir verða á Kaffi Rauðku föstudaginn 27. janúar 2012 og hefjast tónleikarnir klukkan 22:00 en húsið verður opnað klukkan 21:00.

Þeir munu flytja lög  eftir John Lennon, 12 íslensk bítlalög og að sjálfsögðu Danska lagið.

Forsala aðgöngumiða hefst í Kaffi Rauðku á hádegi miðvikudaginn 11. janúar og kostar miðinn aðeins 2.900 kr. Tryggið ykkur strax miða á þessa frábæru tónleika.

Hægt er að kaupa og hlusta á lögin þeirra hér.