Í dag var hátíðarguðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju vegna 90 ára vígsluafmælis hennar. Biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, prédikaði. Guðsþjónustan var tekin upp og verður henni útvarpað hálfum mánuði síðar á Rás 1.
Kaffiveitingar voru í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu, í boði Systrafélagsins.
Arne Finsen arkitekt teiknaði kirkjuna og Sverrir Tynes var yfirsmiður. Jón Guðmundsson og Einar Jóhannsson byggingameistarar voru valdir til verksins. Kirkjan tekur um 400 manns í sæti, hún er um 35 metra löng og 12 metra breið. Turninn er um 30 metra hár.
Kristján L. Möller tók myndir sem fylgja fréttinni, og eru þær birtar með góðfúsu leyfi hans.