Tvær erlendar konur veltu bifreið sinni í Búrfellshrauni rétt vestan við Mývatn um klukkan hálf sex seinnipartinn í dag 5. október. Voru þær á bílaleigubíl og lentu í snjóslabbi og lentu utan vegar.

Engan sakaði að sögn lögreglunnar á Húsavík en bifreiðin er illa farin ef ekki ónýt. Þær voru fluttar af lögreglu á gistihús og fá nýjan bílaleigubíl í fyrramálið og munu þá halda áfram för sinni.