Bilun er í rafmagni í Strákagöngum við Siglufjörð og því logar rautt ljós og umferðarstýringin fyrir stóra bíla virkar ekki. Göngin eru opin en nauðsynlegt að sína aðgát.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú í dag.

Hálka eða snjóþekja eru á flestum leiðum á Norðurlandi og einhver éljagangur í Húnavatnssýslum en þæfingur er víða á útvegum.