Bilun er á gsm-sambandi, interneti og sjónvarpi hjá viðskiptavinum Vodafone á Norðurlandi. Sumar sjálfvirkar bensíndælur og hraðbankar eru einnig í ólagi sökum þessarar bilunar.

Unnið er að viðgerð, reiknað er með að kerfið komist í lag nú um klukkan þrjú. Upp kom bilun í dreifingakerfi Vodafone á Norðurlandi um klukkan tvö í dag.

Þá hefur vefur Fjallabyggðar legið niðri í dag, www.fjallabyggd.is, en hann virðist hafa dottið út kl. 14 og ekki enn kominn í lag þegar þetta er skrifað 15:33.