Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar og Álftanes-B mættust í 1. deild kvenna á Siglufirði í dag. Álftanes hafði unnið fyrstu tvo leiki sína á þessu ári og komu því sterkar til leiks. BF átti að spila við HK fyrir viku síðan en vegna ófærðar var þeim leik frestað. Leikurinn við Álftanes var því fyrsti leikurinn á þessu ári. BF hafði byrjað Íslandsmótið ágætlega sl. haust og náði að spila 4 leiki áður en mótið var stoppað vegna covid.
Leikurinn var jafnt fyrstu mínúturnar en Álftanes náði svo góðri forystu og komst í 6-10 og 7-14. Álftanes hélt áfram að auka forskotið og komst í 11-20 og 15-21. Þær sigruðu svo fyrstu hrinuna nokkuð örugglega 16-25.
Önnur hrina var svipuð og komust gestirnir í góða forystu 8-15 og 15-22. BF setti smá spennu í leikinn og minnkuðu munin í 19-22, en Álftanes kláraði hrinuna örugglega 20-25 og voru komnar í 0-2.
BF stelpur voru seinar í gang í þriðju hrinu, en áttu svo leikinn þegar leið á. Jafnt var í 8-8 og 11-11 en eftir það fór allt að smella hjá BF stelpum og náðu þær upp góðu spili. Staðan var 18-11 og 20-12 en BF kláraði örugglega 25-12 í og minnkuðu munin í 2-1.
Fjórða hrina var svipuð og þriðja, en BF hafði yfirburði og komust í 10-5 og 14-7 og kom þá mjög góður kafli þar sem BF komst í 23-9. Lokatölur í hrinunni urðu svo 25-12 og staðan orðin 2-2.
Gestirnir byrjuðu oddahrinuna betur og komust í 1-4 og tók BF leikhlé. BF minnkuðu þá munin í 5-4 en gestirnir tóku aftur forystu 5-8. Álftanes komst í 8-11 og voru sterkari í lokin og unnu 10-15 og leikinn 2-3.
Maraþon leikur sem tók 105 mínútur. Álftanes komst því á topp deildarinnar með þessum sigri en BF er í 4. sæti.