Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar keppti við Leikni snemma í morgun á Íslandsmótinu sem fram fer um helgina.

Í liði BF eru:  Helga, Margrét Brynja, Anna Brynja, Eva Björk, Guðrún Sif, Dagný Finns, Marta Kuluezsa, Ása Guðrún og Gerda. Leikurinn fór fram í Digranesi kl. 8:30 í morgun.

Leiknir byrjaði leikinn betur, komust í 4-0 og 10-3 og tók þá þjálfari BF leikhlé. Allt gekk upp hjá Leikni og komust þær í góða stöðu 16-5 og aftur tók BF leikhlé. Leiknir kláraði svo hrinuna örugglega 25-13.

Önnur hrina var jafnari framan af og hleypti BF ekki Leikni langt á undan. BF komst í 0-2 og 3-5 en Leiknir svaraði 9-5 og 12-10. Leiknir komst aftur í gang og komust í 17-12 og tók þá BF leikhlé. Leiknir kláraði hrinuna örugglega 25-15 og unnu leikinn 2-0.