Karlalið Blakfélags Fjallabyggðar mætti Álftanesi C í 2. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla í kvöld. Liðið keppir nokkra leiki um helgina í Varmá í Mosfellsbæ.
Álftanes var mun betra liðið í fyrstu hrinu og vann örugglega 12-25. BF strákarnir komu sterkir til baka í annarri hrinu og leiddu nánast allan tíman. Þeir náðu að halda um 5 stiga mun mest allan tímann og unnu hrinuna 25-20 og jöfnuðu leikinn 1-1.
Oddahrinan var erfið og gekk fátt upp hjá BF. Álftanes vann hrinuna 3-15 og leikinn 1-2.