Fyrsta golfmótið á Siglógolf var haldið um miðjan mánuðinn en það var Berg mótaröðin sem hét áður miðvikudagsmótaröðin. Alls eru þetta 10 mót og telja 5 bestu mótin til stiga. Kylfingar spila í sama flokk allt sumarið, en mótinu er skipt í tvo flokka. Alls voru 25 kylfingar skráðir á fyrsta mótinu.
Punktakeppni með forgjöf
A flokkur: 0 til 28,0 í forgjöf
B flokkur: 28,1 til 54 í forgjöf
Leiknar voru 9 holur, efst var Elín Björg Jónsdóttir með 25 punkta. Í öðru sæti var Linda Lea Bogadóttir með 20 punkta. Sævar Örn Kárason var í 3. sæti með 20 punkta. Erla Gunnlaugsdóttir var í 4. sæti með 19 punkta og Ríkey Sigurbjörnsdóttir var í 5. sæti með 18 punkta.