Þess verður minnst á Dalvík og Eyjafirði á þriðjudaginn kemur, 9. apríl, að rétt 50 ár eru liðin frá því að ellefu sjómenn fórust í fárviðri við Norðurland, þar af sjö Dalvíkingar í blóma lífsins. Þetta gerðist í dymbilvikunni 1963. Dalvíkingarnir voru af vélbátunum Hafþóri og Val.

Dagskráratriði minningarathafnar 9. apríl

 

Kl. 13:00

 

 • Trébátar leggja úr höfn á Dalvík og Húsavík áleiðis  að mynni Eyjafjarðar norður af Gjögrum yst á Flateyjarskagarskaga. Þar verður blómakransi varpað í hafið í minningu þeirra er fórust í páskahretinu mikla 1963.
 • Séra Magnús G. Gunnarsson, sóknarprestur á Dalvík, flytur minningarorð.
 • Gert er ráð fyrir því að komið verði til baka til Dalvíkur um kl. 15:30.
 • Þeir sem áhuga hafa á því að slást í för eru velkomnir svo lengi sem næg skipsrúm bjóðast.

 

Kl. 16:00

 

 • Bautasteinn afhjúpaður við athöfn við Dalvíkurhöfn. Steinninn var sérvalinn þar í hafnargarðinum haustið 2012 og fluttur suður í Kópavog til listrænnar meðhöndlunar og merkingar. Jón Adolf Steinólfsson, tréskurðarmeistari og listamaður, klappaði lágmynd í steininn.
 • Ávarp: Svanfríður Jónasdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar.

Kl. 17:00

Minningarathöfn í Dalvíkurkirkju:

  • Söngur: Karlakór Dalvíkur og Kór Dalvíkurkirkju.
  • Ávörp: Haukur Sigvaldason og séra Magnús G. Gunnarsson.

  Dagur_april…_1963