Fjallabyggð fékk þrjú tilboð í verkefnið vegna áfanga tvö í göngu- og hjólastíg við þjóðveginn í gegnum Ólafsfjörð. Tvö tilboð voru undir kostnaðaráætlun sem var 77.300.000 kr. en eitt tilboð var yfir kostnaðaráætlun. Tvö tilboð voru mjög lík en Bás ehf bauð lægst.
Eftirfarandi tilboð bárust:
  •  Bás ehf bauð 65.152.076 kr.
  •  Smárinn vélaverktaki ehf  bauð 65.537.150 kr .
  •  Sölvi Sölvason 78.833.447 kr.