Fjallabyggð hefur samþykkt að taka tilboði Báss ehf en þeir voru lægstbjóðandi í verkefni sem snýr að bættu aðgengi að Sundhöll Siglufjarðar. Þrjú tilboð bárust í verkið, en ekkert þeirra var undir kostnaðaráætlun. Fjallabyggð hefur lagt áherslu á að verkinu verði lokið fyrir 15. ágúst næstkomandi.

Kostnaðaráætlun var 2.325.000 krónur.

Tilboðin sem bárust:

Bás ehf 2.682.500
LFS ehf 3.086.000
Sölvi Sölvason 3.315.000

Malbikun er ekki inn í tilboðum þar sem Fjallabyggð semur beint við malbikunarverktaka. Kostnaður vegna malbikunar er áætlaður 1.800.000. Heildarkostnaður verksins með malbikun verður því 4.482.500 kr.