Barokkhátíðin á Hólum hófst í dag fimmtudaginn 26. júní með með hádegistónleikum í Hóladómkirkju. Félagar úr kammersveitinni Reykjavík barokk fluttu nokkur barokkverk. Þá flutti Ingimar Ólafsson Waage listmálari erindi um list barokktímans og svo voru tónleikar kammersveitarinnar Reykjavík barokk í Hóladómkirkju í kvöld.

Ókeypis er inn á hátíðina.

Dagskráin á morgun er eftirfarandi:

27. júní, föstudagur
9.00 Morgunleikfimi við Auðunarstofu í umsjón Ingibjargar Björnsdóttur
9.30-12.00 Æfingar, söngnámskeið, dansnámskeið
12.00-12.30 Hádegisverður
12.30-13.15 Hádegistónleikar í Hóladómkirkju
13.30-15.00 Æfingar, söngnámskeið, dansnámskeið
     Kaffihlé
15.30-16.30 Verklegur fyrirlestur – Líkaminn er hljóðfærið. Í Auðunarstofu. Jóhanna Halldórsdóttir söngkona fjallar um söng og líkamsstöðu. Erindið er bæði fræðsla og verklegar æfingar. Þátttakendur eru virkir, læra góðar æfingar sem þjálfa opna og upprétta líkamsstöðu. Einnig er leikið með tónmyndun.
17:00-19:00 Æfingar, söngnámskeið, dansnámskeið
19:00 Kvöldverður
20.00 Nemendatónleikar í Hóladómkirkju. Nemendur á söngnámskeiði Jóns Þorsteinssonar koma fram
21.30  Barokk-quiz í Auðunarstofu

944169_520461361336315_651539089_n 5604_517093221673129_2009864230_n