Nú er komið að því að halda Barnamenningarhátíð í Dalvíkurbyggð í annað sinn. Eins og í fyrra verða ýmsar smiðjur í boði fyrir börn á öllum aldri og vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi. Bókasafnið ætlar líka að opna glænýtt barna- og unglingahorn  og afhenda verðlaun fyrir þátttöku í lestrarstundum og bókaormi síðasta árs. Hátíðin endar svo með tónleikum í Bergi Menningarhúsi, en þar ætlar hljómsveitin Pollapönkt að skemmta.

Frítt er í allar smiðjur og viðburði á hátíðinni en styrkir frá Dalvíkurbyggð, Barnamenningarsjóði og Menningarráði Eyþings gera það kleift að bjóða upp á þessa glæsilegu dagskrá.

Dagskrá hátíðarinnar er svona:

Fimmtudagurinn 13. sept

  • 14:30-16:00 Hljómsveitarsmiðja í Tónlistarskólanum, 6-11 ára, íslensk dægurlög er þemað.
  • 16:00-17:30 Hljómsveitarsmiðja í Tónlistarskólanum, 12—16 ára, íslensk dægurlög er þemað.
  • 16:15-18:00 Eldhúsið í Hryllingskastalanum. Hvað er borðað þar? Spunadans fyrir 6 -11 ára í Bergi.

Föstudagurinn 14. sept

  • 15:00 Bókasafnið opnar nýtt barna– og unglingahorn og afhendir verðlaun fyrir þátttöku í lestrarstundum og bókaormi.
  • 16:00-18:00 Útilistaverk í Höfðanum – listaverk smíðuð úr tré.
  • 17:00-18:00 Point Dansstúdíó frá Akureyri með námskeið fyrir 7.—10. bekk í Íþróttamiðstöðinni.

Laugardagurinn 15. sept
11:00-12:00 Íþróttaskóli barnanna í íþróttamiðstöðinni (athugið að íþróttaskólinn er hér auglýstur með þar sem hann ber upp á sama tíma, fyrir börn fædd 2007-2010, skráningar á harpa@dalvikurbyggd.is og valdis@dalvikurbyggd.is )

  • 13:00-15:00 Myndasögugerð í Bergi
  • 13:00-15:00 Merki Barnamenningarhátíðar í Bergi
  • 15:00 – 16:00 Fjölskylduyoga í Félagsmiðstöðinni – ungir og aldnir leika sér saman.
  • 16:15 Pollpönk með tónleika með í Bergi. Þegar Pollarnir spila þá er alltaf stuð hjá öllum sem horfa og sérstaklega hjá Pollpönkurunum sjálfum.

 

Nánari upplýsingar um smiðjurnar sjálfar er svo að finna hérna – Barnamenningarhátíð í Dalvíkurbyggð 13.-15.september

 

Heimild: www.dalvik.is