Félagsmönnum í Stangaveiðifélagi Siglfirðinga gefst tækifæri á mánudaginn 18. júlí að fara með skyldmenni sín 16 ára og yngri til veiða í Héðinsfjarðará. Veiðitíminn er frá kl. 10:00 til kl. 22:00, skráning er hjá Dodda málara í síma 8615980. Leyfilegt er að veiða á flugu,maðk og spún. Héðinsfirðingarnir og feðgarnir Bjarni Þorgeirsson og Þorgeir Bjarnason munu stýra veiðunum og setja veiðimenn niður á svæði. Athugið að það verður hver og einn að koma með sinn veiðibúnað.

Frétt frá Salmon.is