Alvarlegt umferðaslys varð á Skagavegi, norðan við Skagaströnd við Fossá í dag. Bifreið lenti utan vegar og ofan í ánni. Ökumaður bifreiðarinnar lést en farþegi hennar var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til frekari aðhlynningar.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa kom á vettvang en rannsókn slyssins er í höndum rannsóknardeildar lögreglustjórans á Norðurlandi vestra.