Snjóflóðavarnargarðarnir á Siglufirði voru vígðir um mitt ár 2009 við hátíðlega athöfn og var m.a. þáverandi umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir viðstödd. Í þessari athöfn voru garðarnir vígðir og gefin nöfn, en þau voru: Hlíðarrípill, Hafnarrípill, Skriðurípill, Skálarrípill, Bakkarípill og nyrsti leiðigarðurinn var nefndur Kálfur. Þessi nöfn komu frá örnefnafélaginu Snókur(www.snokur.is). Einnig var tveimur tjörnum gefin nöfn, það voru Bolatjörn, og Bakkatjörn sem sést hér á myndinni fyrir neðan. Það nafn er komið frá Steingrími Kristinssyni sem tók einnig þessa mynd.
10978681585_e3600489ed_c