Á fundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar í dag, 19. október var samþykkt tillaga meirihluta fræðslunefndar um framtíðarfyrirkomulag kennslu í Grunnskóla Fjallabyggðar.

Skólastjórnendum er falið að haga kennslu í skólanum með neðangreindum hætti:

Að yngsta stigi, 1.-4. bekk verði kennt að jöfnu í báðum byggðakjörnum Fjallabyggðar. Lögð verði áhersla á einstaklingsmiðað nám sem kenna má með sambærilegum hætti og gert er nú í vetur þ.e. með samkennslu.

Að miðstigi, 5.-7. bekk verði kennt alfarið í Ólafsfirði.

Að unglingastigi, 8.-10. bekk verði kennt alfarið á Siglufirði.

Megintilgangurinn með þessu fyrirkomulagi er að tryggja að yngstu börnin séu í sínu nánasta umhverfi fyrstu skólaárin og að jafna akstursálagi á börn í skólanum.

Með þessu fyrirkomulagi þurfa grunnskólabörn í sveitarfélaginu aðeins að ferðast á milli bæjarhluta í 3 ár af þeim 10 sem þau stunda nám í skólanum.