Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur fagnað áhuga Samkaupa og KSK eigna á myndarlegri uppbyggingu í miðbæ Siglufjarðar og telur hana muni styrkja verslun og þjónustu á svæðinu. Í ljósi ákvæðis gildandi lóðaúthlutunarreglna í Fjallabyggð um lóðir á óskipulögðum svæðum þá verður ekki veitt formlegt vilyrði fyrir umræddri lóð til Samkaupa.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur hinsvegar samþykkt að veita T.Ark Arkitektum ehf., f.h. Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. heimild til þess að hefja vinnu við tillögu að deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu í umsókn fyrirtækisins á sinn kostnað.

Samkaup hafði áður óskað eftir vilyrði fyrir lóð og uppbyggingu á tjaldsvæðinu í miðbænum á Siglufirði.

 

Áður hefur Hedinsfjordur.is fjallað um málið hér.