Í vikunni heimsóttu bæjarstjórar sveitarfélaga víðs vegar af landinu Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Á hverju vori er haldinn fundur bæjarstjóra og kom það í hlut Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar að halda fundinn í ár. Fimmtudag síðastliðnn voru bæjarstjórarnir í Dalvíkurbyggð og fengu kynningu á starfsemi sveitarfélagsins og í gær heimsóttu þeir Fjallabyggð.
Heimsóknin í Fjallabyggð hófst með kynningu á starfsemi Tónskóla Fjallabyggðar og Menningarhússins Tjarnarborgar í Ólafsfirði. Þar tóku á móti þeim Anna María Guðlaugsdóttir, forstöðumaður Tjarnarborgar og Magnús G. Ólafsson skólastjóri tónskólans auk þess sem þrír nemendur tónskólans léku fyrir gesti. Því næst var Menntaskólinn á Tröllaskaga heimsóttur og þar fengu gestirnir m.a. að hlýða á nemendur af starfsbraut flytja lagið “Sem aldrei fyrr” eftir Bubba Morthens og að lokum fræddi Lára Stefánsdóttir skólameistari þá um starfsemi skólans. Bæjarstjórunum leyst vel á fjölbreytt námsframboð í MTR og að jafnaði ljúka nemendur námi á þremur árum.
Í framhaldinu var haldið yfir á Siglufjörð þar sem gestirnir fengu m.a. kynningu á starfsemi Rauðku ehf. Bæjarskrifstofan var heimsótt og að endingu var farið í Þjóðlagasetrið og á Síldarminjasafnið. Um kvöldið var svo borðað á veitingastaðnum Hannes Boy.
Mynd frá Fjallabyggð.is