Bæjarráð Dalvíkur hefur samþykkti tillögu frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um gjaldskrá tjaldsvæðis yfir Fiskidagsvikuna.
Tekin var fyrir tillaga, dagsett þann 5. júlí 2011, um að eitt gjald gildi fyrir hverja gistieiningu, kr. 4.000, á tjaldsvæðum yfir „Fiskidagsvikuna“. Gildir þá einu hvort um er að ræða tjald, húsbíl, tjaldvagn, fellihýsi eða annað. Gjaldið gildir fyrir gistieiningu frá þriðjudeginum 2. ágúst til mánudags 8.ágúst.