Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tilboð Árna Helgasonar ehf. í fyrsta áfanga jarðvinnuframkvæmda við kirkjugarðinn á Siglufirði við Ráeyrarveg.  Átti hann jafnframt lægsta tilboðið í verkið eða 5.886.000 kr.

Kirkjugarðurinn stendur við Siglufjarðarflugvöll og sést á vinstri hönd þegar ekið er til Ólafsfjarðar í gegnum Héðinsfjarðargöng.

Gert er ráð fyrir viðbótarfjárveitingu til verksins í fjárhagsáætlun 2012. Þessa má einnig geta að Árni Helgason ehf. er verktaki við gerð snjóflóðavarna við Ólafsfjarðarveg.