Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að greiða Leikfélagi Akureyrar fyrirfram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs og óskar eftir við stjórn Akureyrarstofu að hún tilnefni tvo fulltrúa með fulltrúum bæjarráðs Akureyrar vegna frekari vinnu varðandi fjárhagsmál félagsins.