Menningarnefnd Fjallabyggðar fór yfir tilnefningar bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2012, en þrjár tilnefningar bárust nefndinni: Guðrún Þórisdóttir myndlistarmaður, hljómsveitin Roðlaust og beinlaust og Kirkjukór Ólafsfjarðar. Menningarnefnd Fjallabyggðar tilnefnir Guðrúnu Þórisdóttur myndlistarkonu (Garúnu) bæjarlistamann Fjallabyggðar 2012. Útnefning bæjarlistamanns fer fram föstudaginn 20. janúar kl. 17.00.

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar var fyrst valinn árið 2010 en þá var Guðrún einnig tilnefnd og Bergþór Morthens myndlistarmaður, sem hlaut titilinn fyrsta árið. Árið 2011 var Örlygur Kristfinnsson rithöfundur og myndlistarmaður fyrir valinu.