Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin dagana 29. júní til 1. júlí, frá föstudegi til sunnudags. Fjölbreytt skemmtun verður á þessari hátíð fyrir alla. Laugardaginn 30. júní verður settur upp paintballvöllur á Hofsósi í fyrsta skipti. Á laugardagskvöldinu verður kvöldvaka og dansleikur (18 ára aldurstakmark).  Á dansleiknum verður lögð áhersla á að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Stúlli og Danni hefja kvöldið og spila allskonar tónlist. Vínarkrus, vals, ræl, hringdans, diskó, tjútt og allt þar á milli. DJ Jón Gestur tekur svo við og þeytir skífum inn í nóttina.

Sumarsveitaball með Hvanndalsbræðrum verður á föstudagskvöldinu í Höfðaborg frá kl. 23:00-03:00.

Dagskrá:

– Dansað fram á nótt með Hvanndalsbræðrum.
– Hofsósingar og nærsveitamenn bjóða í morgunkaffi.
– Ljúffeng kjötsúpa.
– Útijóga í guðsgrænni náttúrunni.
– Sjósund.
– Ilmandi grillveisla.
– Varðeldur, fjöldasöngur og grillaðir sykurpúðar.
– Leikir og karamelluregn.
– Kvöldvaka.
– Sögustund og myndasýning Finns Sigurbjörnssonar.
– Bændamarkaður.
– Gömlu dansarnir.
– Gönguferð.
– Söngvakeppni barnanna.
– Handverksmarkaður.
– Fjölskylduball.
– Ljósmyndasýningar.
– Spiderman hoppukastali.