Í vikunni fór fram opin badmintonæfing á vegum TBS á Siglufirði þar sem 15  fullorðnir einstaklingar mættu. Gerda þjálfari var með æfinguna sem lukkaðist mjög vel.
Mikil ánægja var hjá þeim sem mættu og stefnir TBS á að bjóða upp á fleiri æfingar í framhaldinu.