Talsverð umferð hefur verið um Héðinsfjarðargöng síðustu daga og á Tröllaskaganum vegna Blakmóts Öldunga á svæðinu. Umferð hefur þó verið frekar róleg um Siglufjarðarveg.
- Héðinsfjarðargöng: Sunnudagur 29. apríl, 1028 bílar, mánudagur 30. apríl, 1257 bílar.
- Ólafsfjarðarmúli: Sunnudagur 29. apríl, 796 bílar, mánudagur 30. apríl, 1079 bílar.
- Siglufjarðarvegur: Sunnudagur 29. apríl, 142 bílar, mánudagur 30. apríl, 143 bílar.
Tölur úr Vegsjá Vegagerðar, samanlögð umferð óháð stefnu.