Á tölum frá Vegagerðinni má sjá aukna umferð til Siglufjarðar um Hvítasunnuhelgina, föstudaginn 25. maí fóru 359 bílar um Siglufjarðarveg, óháð akstursstefnu. 260 bílar fóru á laugardag og 301 á sunnudag.
Um Héðinsfjarðargöng fóru 722 bílar, föstudaginn 25. maí, 608 bílar laugardaginn 26. maí og 580 bílar sunnudaginn 27. maí.
Tölur eru frá Vegsjá Vegagerðar og eru óháð akstursstefnu.