Það hefur verið talsverð umferð um Siglufjarðarveg, Héðinsfjarðargöng, og Ólafsfjarðarmúla síðustu daga vegna m.a. Pæjumótsins á Siglufirði og Fiskidagsins á Dalvík.

Fimmtudaginn 9. ágúst fóru 607 bílar um Siglufjarðarveg, 10. ágúst fóru 601 og 11. ágúst 559 bílar.  Um Héðinsfjarðargöng fóru 1105 bílar fimmtudaginn 9. ágúst, 1507 bílar þann 10. ágúst og 1771 bíll þann 11. ágúst.

Um Ólafsfjarðarmúla fóru fimmtudaginn 9. ágúst 1159 bílar, 10. ágúst fóru 1653 bílar og 11. ágúst var mikil umferð eða 2253 bílar.