Aukin húsnæðisþörf er komin í Leikskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Ljóst er að miðað við áætlaðan nemendafjölda og nemendafjölgun næsta haust þá þarf stærra húsnæði fyrir Leikhóla. Mjög mikilvægt að finna leiðir til að leysa þessa húsnæðisþörf skólans sem fyrst.
Sviðsstjóri skipulags og framkvæmda í Fjallabyggð fór yfir minnisblað á fundi 7. apríl síðastliðinn með skólastjóra Leikhóla og deildarstjóra ásamt Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar. Rætt var um þá möguleika sem eru fyrir hendi til að koma til móts við auka húsnæðisþörf skólans.
Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar ítrekaði á þessum fundi þörfina fyrir viðbótarhúsnæði leikskólans, strax frá næsta hausti og hvatti til þess að unnið verði hratt að lausn á málinu.