Atvinnuhúsnæðið sem hýsti Skiltagerð Norðurlands hefur verið auglýst til sölu og er óskað eftir tilboði í húsnæðið, en það varð fyrir bruna á þessu ári og þarfnast viðhalds. Með eigninni fylgja tryggingarbætur að upphæð um 32,0 milljónir sem greiddar verða út til eiganda eftir framvindu endurbyggingar og endurbóta á húsinu. Húsnæðið er byggt árið 1980 og er 592 fm á stærð og stendur við Námuveg 8.
Eignin varð fyrir tjóni við bruna þegar kviknaði í út frá skotbómulyftara í suðurenda hússins. Í tjónamatsgerð kemur fram að engin skerðing hafi mælst í burði í rifjabitum á brunastað og engin munur sé á norður og suðurenda. Miklar sótskemmdir urðu sem búið er að hreinsa að mestu leyti með viðeigandi hætti og mála yfir í rýminu sem verst varð úti við brunann. Búið er að hreinsa út úr húsinu milliveggi, gólfefni og einangrun úr lofti og þaki.
Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef mbl.is.