Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar telur að með vaxandi umferð ferðamanna sé þörf á að bæta aðstöðu tjaldsvæða í Fjallabyggð.
Salernisaðstaðan á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði annar ekki þeim fjölda ferðafólks sem nýtir sér svæðið.
Tjaldsvæðið á Siglufirði sem er vestan við Snorrabraut og undir bakkanum við Suðurgötu er mjög hættulega staðsett meðan ekki er vegrið á Suðurgötunni.