Þann 10. maí 2012, mun Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar halda ársþing í Vallarhúsinu, Ægisgötu 15, Ólafsfirði og hefst það kl. 18:00.
Dagskráin þingsins er eftirfarandi:
- Formaður UÍF setur þingið.
- Kosning þingforseta og þingritara.
- Kosning 3ja manna kjörbréfanefndar.
- Álit kjörbréfanefndar.
- Lögð fram árskýrsla stjórnar svo og skoðaðir reikningar seinasta árs.
- Umræður um ársskýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
- Ávörp gesta.
- Kosning þingnefnda: kjörnefnd (3), allsherjar- og laganefnd (5) og fjárhagsnefnd (3)
- Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
- Tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar lagðar fram og vísað til nefnda.
- Lagðar fram og teknar til umræðu tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum.
ÞINGHLÉ
- Álit nefnda, umræður og atkvæðagreiðsla.
- Kosningar. Álit kjörnefndar
- Kosning stjórnar, sbr. 16. grein. Skal formaður kosinn sér, en hina í einu lagi. Stjórnin skiptir með sér verkum, í þau störf er um getur í 16. grein.
- Kosning skoðunarmanna, (tveir aðalmenn og tveir varamenn).
- Önnur mál.
- Þingslit.
Gögn vegna ársþings munu einnig vera aðgengilega á heimasíðu UÍF, www.uif.is.