Ársrit Sögufélags Eyfirðinga er komið út og færir alls 12 greinar er varða ýmist fortíð eða nútíð. Jón Hlöðver Áskelsson segir frá gleði sinni og sorgum í spjalli við Kristínu Aðalsteinsdóttur. Anita Elefsen og Daníel Pétur Daníelsson leiða okkur inn á Síldarminjasafnið á Siglufirði þar sem sjónum er beint að Tý SK 33.
Rannveig Karlsdóttir og Elísabet Ásgrímsdóttir fjalla um merkar konur, frumkvöðulinn Jóninnu Sigurðardóttur og listakonuna í Fjörunni, Elísabetu Geirmundsdóttur. Þá er Covid og Akureyri í brennipunkti í grein Grétars Þórs Eyþórssonar. Og Þórsarinn Sigfús Ólafur Helgason segir frá jarðarför KA-mannsins, Gunnars Jakobssonar.
Nýir áskrifendur að Súlum eru boðnir velkomnir í síma 863-75299 – eða í netfangi jhs@bugardur.is.