Jákvæð rekstrarniðurstaða A og B hluta bæjarsjóðs Fjallabyggðar fyrir árið 2019 var jákvæð um 391,7 millj. kr. og A hluta um 266,7 millj. kr. Veltufé frá rekstri nam 671 millj. kr. eða 21.5% af tekjum og batnaði lítillega á milli ára. Vaxtaberandi skuldir voru um áramót 348 millj. kr. en voru 582 millj. kr 2018. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 3.820 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta um 3.414 millj. kr.

Fram kemur í áritun bæjarstjóra og bæjarstjórnar Fjallabyggðar, að Covid-19 heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa veruleg áhrif á mörgum sviðum um allan heim þar með talið efnahagsleg. Veruleg óvissa ríkir um endanleg áhrif faraldursins s.s. vegna óvissu um hve lengi hann muni vara og hver áhrifin verða eftir að honum líkur. Vænta má að áhrif á rekstur Fjallabyggðar verði umtalsverð á yfirstandandi ári m.a. vegna lægri skatttekna og annarra tekna, frestun gjalddaga og aukinna útgjalda. Sú sterka staða Fjallabyggðar sem birtist í framlögðum ársreikningi mun klárlega hjálpa á núverandi og komandi óvissutímum.

Hægt er að lesa allan ársreikninginn á síðu Fjallabyggðar.