Árshátíð yngri deildar Ólafsfirði sem vera átti á morgun fimmtudag, er frestað til þriðjudagsins 27. mars, segir í tilkynningu frá Grunnskóla Fjallabyggðar.
Eldri deild grunnskólans hélt árshátíð sína í Tjarnarborg á dögunum. Var þar glatt á hjalla, eins og lög gera ráð fyrir, og allir í sínu fínasta pússi. Hver bekkur var með skemmtiatriði og boðið var upp á ljúffengan veislumat.
Salurinn var þéttsetinn af nemendum, starfsfólki og gestum 10. bekkjar og skemmtu sér allir vel. Nemendur sáu um undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar með aðstoð kennara sinna og í lokin var stiginn dans.