Boðið verður upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 fyrir einstaklinga 60 ára og eldri og fyrir fólk í áhættuhópum á öllum heilsugæslustöðvum HSN í október.

Nánari upplýsingar um tímasetningu bólusetninga er að finna á þessum hlekk: Bólusetningar gegn inflúensu og Covid-19

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.

  • Öll börn fædd 1.1.2020–30.6.2024, sem hafa náð 6 mánaða aldri þegar bólusett er.

  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.

  • Barnshafandi konur.

  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Ekki þarf að greiða fyrir bólusetningar 60 ára og eldri og fólks í áhættuhópum.

Boðið verður upp á að fá bæði bóluefnin í sömu heimsókn. Einnig verður hægt að velja að fá annað hvort bólusetningu við inflúensu eða Covid-19.

Upplýsingar um áhættuhópa og nánari upplýsingar um bóluefnin má finna á vef embættis landlæknis.

 

Bólusetningar gegn inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa í Fjallabyggð.

  • 14. – 17. október frá kl. 14-15

Upplýsingar í síma 432 4300 (Siglufjörður) og 432 4350 (Ólafsfjörður).