Þrír aðilar skiluðu inn tilboði til Fjallabyggðar vegna vinnu staðarvalsgreiningar og deiliskipulags fyrir nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði. Tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að finna kirkjugarðinum nýjan stað þar sem núverandi kirkjugarður verður fljótlega fullgrafinn.
Skoðaðar verða tvær staðsetningar, annars vegar við Garðsveg og hins vegar við Brimnes.
Fjallabyggð hefur samþykkt að Kanon arkitektar taki að sér þessa vinnu, en þeir hafa áður unnið fyrir Fjallabyggð fyrir rúmum áratug þegar þeir unnu að Byggðar- og húsakönnun.
Áherslu er lögð á að staðarvalsgreiningu verði lokið á árinu 2023 þannig að deiliskipulagsvinna geti hafist sem fyrst og lokið á tilætluðum tíma árið 2024.

Tilboð barst frá eftirfarandi aðilum:
Kanon arkitektum
Eflu verkfræðistofu
Landslagi ehf.