Höfundur bókarinnar Árbók Ólafsfjarðar hefur sótt um styrk til útgáfu bókarinnar en höfundur er Hannes Garðarsson. Bæjarstjórn Fjallabyggðar styrkti útgáfuna í fyrra um 200.000 kr, en málinu hefur verið vísað til Menningarnefndar Fjallabyggðar.
Þá hefur kirkjukór Ólafsfjarðarkirkju óskað eftir styrk til að kaupa sérhannaða söngpalla sem munu m.a. nýtast öðrum kórum.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur vísað erindinu til Menningarnefndar Fjallabyggðar.