Strákarnir í Hlaðvarpinu Á tæpasta vaði hafa gefið út nýjan þátt sem hlustendur hafa beðið eftir. Þetta er nokkurskonar jóla- og áramótaþáttur sem þeir höfðu lofað.

Það var vel við hæfi að þetta væri þrettándi þátturinn enda var til umræðu jól og áramót auk þrettándans.  Þetta var frábær þáttur hjá Guðmundi Gauta, Hrólfi og Jóni Karli, en nú hafa þeir loksins tekið í notkun nýja hljóðgræju sem þeir eru að læra á. Hljóðgæðin allt önnur og býður upp á fleiri möguleika fyrir viðtalsþætti í framtíðinni hjá þeim. Það voru góðir styrktaraðilar þeirra sem aðstoðuðu við þessi kaup en löng bið hefur verið eftir þessum mixer.

Í byrjun þáttarins fara þeir yfir hvað þeir gerðu um jólin og áramót og skiptast á sögum og ræða hvers vegna þrettándabrennan var slegin af á Siglufirði. Í lok þáttarins ræða þeir nýjan íþróttamann Fjallabyggðar. Þátturinn var sá styðsti í þessari seríu og en samt rúmar 43 mínútur af skemmtilegum sögum.

Alla þættina má hlusta á hér.